Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. júlí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cherchesov: Ekkert er ómögulegt
Mynd: Getty Images
Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, var leikmaður á sama tíma og Fernando Hierro, landsliðsþjálfari Spánverja.

Rússar mæta Spánverjum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag og minnist Cherchesov þess þegar hann mætti Hierro í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 1991.

Cherchesov lék þá fyrir Spartak Moskvu og var Hierro leikmaður Real Madrid, en Rússarnir komu öllum á óvart og slógu Real út með 3-1 sigri á Santiago Bernabeu.

„Hierro var stórkostlegur knattspyrnumaður og í dag er hann stórkostlegur þjálfari. Ég man eftir honum sem leikmanni. Það hefur lítið breyst, Spánverjar voru sigurstranglegastir þá og eru það einnig í dag," sagði Cherchesov fyrir leikinn.

„Hér í Rússlandi segjum við alltaf að ekkert er ómögulegt. Við afrekuðum hið ómögulega 1991 og núna fáum við tækifæri til að endurtaka leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner