Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 01. júlí 2019 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Fótboltamenn eru ekkert heimskir
Arnar þjálfari Víkinga
Arnar þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum eftir markalaust jafntefli gegn Skagamönnum í Víkinni í kvöld.

Víkingar héldu boltanum mun meira í leiknum í kvöld og geta í raun nagað sig í handarbökin þótt fátt hafi verið um færi en Nikolaj Hansen klúðraði vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Árni Snær í marki Skagans braut á honum á klaufalegan hátt.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 ÍA

„Svekktur, við vorum rosalega mikið með boltann í dag en okkur vantaði bara þetta fræga fyrsta mark til að opna flóðgáttir þetta voru náttúrulega tveir mjög ólíkir leikstílar í dag og auðvitað agalegt að klúðra vítinu," sagði Arnar Gunnlaugsson um sin fyrstu viðbrögð eftir leik.

Víkingar voru mun meira með boltann í leiknum og minnti spil þeirra út á velli á köflum á handboltastimplun kanta á milli. Voru Skagamenn svona hrikalega þéttir og hleyptu Víkingum ekki nær.

„Þeir komu hérna og voru að verja stigið sitt vel. Spiluðu 5-4-1 og á móti svoleiðis kerfi er erfitt að finna svæði og erfitt að finna glufur og eins og ég sagði þá þurfti alltaf fyrsta markið til að fá þá framar.“

Kwame Quee lék sinn fyrsta leik fyrir Víking í dag og sögur eru uppi um að Rick Ten Voorde sé á förum frá Víkingum. Er eitthvað til í þeim fréttum og hyggjast Víkingar bæta fleirum við?

„Já við höfum alltaf augun opin og fótboltamenn eru ekkert heimskir, þeir átta sig alveg á stöðunni. Rick er ekki búinn að vera í hóp núna í 3 leiki í röð og auðvitað vill hann spila eins og allir aðrir og svo getur verið að 1-2 fari á lán sem hentar þá bæði leikmönnunum og klúbbnum sjálfum.“

Sagði Arnar Gunnlaugsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner