Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. febrúar 2020 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola lét bíða eftir sér: Fótbolti er stundum svona
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lét lengi bíða eftir sér áður en Sky Sports og BBC Match of the Day fengu tækifæri til að ná af honum tali eftir leik Tottenham og Man City í ensku úrvalsdeildinni.

Man City tapaði leiknum 2-0 og er liðið í öðru sæti, 22 stigum á eftir toppliði Liverpool.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, kláraði sín viðtöl nánast strax eftir leik, en Guardiola fór ekki í sín viðtöl fyrr en um klukkutíma eftir að leikurinn var búinn.

„Við spiluðum vel en töpuðum leiknum. Aftur er það að gerast," sagði Guardiola. „Þeir áttu tvö skot og skoruðu tvö mörk."

„Ég hef ekki mikið að segja um frammistöðuna. Við verðum að sætta okkur við hana, og greina hana. Það er ekki auðvelt. Við gerðum mjög vel ef ég á að vera hreinskilinn."

„Hvernig get ég verið gagnrýninn eftir þessa frammistöðu? Við sköpuðum færi og fengum fá færi á okkur."

Við BBC Match of the Day sagði Guardiola: „Fótbolti er stundum svona. Ég hef enga eftirsjá varðandi frammistöðuna."

„Við töpuðum fótboltaleik. Fótbolti snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu mörg mörk þú færð á þig. Við fengum fullt af færum og þú verður að nýta þau."
Athugasemdir
banner
banner
banner