Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. febrúar 2020 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Augljóst rautt spjald á Sterling
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Ég er svo ánægður fyrir hönd strákana," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 2-0 sigur gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum heppnir í ákveðnum stöðum, en frá hinu sjónarhorninu vorum við óheppnir að VAR hafi ekki ákveðið að gefa Raheem Sterling rautt spjald."

Sjá einnig:
Sjáðu viðbrögð Mourinho er hann frétti að Sterling væri á gulu

„Þetta var augljóst rautt spjald. Leikurinn hefði verið öðruvísi ef við hefðum spilað 11 gegn tíu í 75 mínútur. Ég hef séð aðrar stöður þar sem niðurstaðan hefur verið rautt spjald. Son Heung-min gegn Chelsea til dæmis."

„Strákarnir voru magnaðir. Markvarslan í vítinu var stórkostleg, guðs vilji þar sem þetta var ekki víti."

Tottenham er fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti og segir Mourinho að sú barátta verði erfið.

„Það verður erfitt að enda í topp fjórum. Við erum í þremur keppnum. Þetta var góð helgi fyrir okkur," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner