Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 02. júní 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Grealish: Af hverju er ekki í lagi að ég fari í frí?
Grealish fagnar.
Grealish fagnar.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish fór alla leið þegar hann fagnaði Englandsmeistaratitli Manchester City nýlega. Hann var vel ölvaður þegar City fagnaði titlinum og skellti sér svo beint í frí til Ibiza.

Hann er nú mættur aftur í vinnuna og er með enska landsliðinu sem býr sig undir Þjóðadeildarleiki gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu.

„Ég veit að fólk talaði um að ég hefði farið yfir strikið. Hvernig? Ég var að verða Englandsmeistari. Draumur rættist. Af hverju er ekki í lagi að ég fari í frí?" sagði Grealish við Mirror.

„Það eru leikmenn með mér núna í landsliðinu sem fóru til Vegas, Ibiza, Marbella... til allra þessara staða. Enginn sagði orð. En af því að þetta var ég þá er fólk að tala um þetta."

„Ég er að gera það sem ég hef elskað að gera allt mitt líf. Ég er dýrasti breski leikmaðurinn en ég er líka bara Jack frá Solihull sem vinir mínir og fjölskylda þekkja. Ég mun aldrei breyta því, sama hvað einhverjum finnst."

Grealish skoraði bara þrjú mörk í 26 úrvalsdeildarleikjum fyrir City á síðasta tímabili en er lykilmaður í enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner