Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold fer ekki á EM
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, mun ekki fara á Evrópumótið með enska landsliðinu.

Alexander-Arnold meiddist í gærkvöldi þegar England vann nauman sigur á Austurríki í æfingaleik fyrir mótið. Alexander-Arnold spilaði 90 mínútur en hann var í byrjunarliði Gareth Southgate.

Í blálok leiksins þá þurfti bakvörðurinn að yfirgefa völlinn og núna er það ljóst að hann missir af mótinu.

The Athletic segir frá þessu og það er hægt að treysta því. Alexander-Arnold verður frá í fjórar til sex vikur.

Alexander-Arnold mun kveðja liðsfélaga sína í kvöld og byrja endurhæfinguna. Það er búist við því að Southgate kalli upp annan leikmann í hans stað. Jesse Lingard, James Ward-Prowse, Ollie Watkins, Aaron Ramsdale, Ben Godfrey og Ben White voru látnir fara úr hópnum fyrr í vikunni en einn af þeim verður líklega kallaður inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner