Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. ágúst 2021 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danskur sóknarmaður í Fylki (Staðfest) - Má spila í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur samið við danska sóknarmanninn Malthe Rasmussen um að leika með liðinu út tímabilið.

Félagið greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun.

Hann kemur til félagsins frá VSK Aarhus en einnig hefur hann leikið með Middelfart og Kolding þar sem hann er uppalinn.

Malthe er 24 ára og er sagður spila á vinstri kantinum á vef Transfermarkt. Hann er kominn með leikheimild fyrir leik Fylkis gegn Leikni í kvöld.

VSK Arhus lék í þriðju efstu deild í Danmörku á síðasta tímabili.

Fylkismenn eru í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar en stöðuna má sjá neðar í fréttinni.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner