Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 03. ágúst 2021 21:00
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Við eigum að vera í toppbaráttunni
Jonathan Hendrickx á förum
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Hallgrímur var gríðarlega sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá báðum liðum, spiluðu fínan fótbolta og við náum að skora tvö mörk og vinnum leikinn, sem er gríðarlega sterkt. Keflavík gerði vel og eru bara búnir að tapa tveimur af síðustu átta leikjum, vinna Breiðablik tvisvar og eru bara hörkulið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Þessi sigur var KA mönnum afar dýrmætur í Evrópubaráttunni og Hallgrímur sagði KA liðið vera það gott að þeir eigi að vera í þeirri baráttu.

„Við erum bara á þeim stað sem við viljum vera. Við teljum okkur vera með það gott lið að við eigum að vera í toppbaráttunni og við duttum aðeins úr þessu á tímabili þegar okkur fannst við reyndar vera að spila vel, en náðum ekki úrslitum.''

Sá orðrómur var orðinn ansi sterkur að Jonathan Hendrickx væri á förum frá KA og Hallgrímur staðfesti að svo væri.

„Hann var að spila sinn síðasta leik að öllum líkindum og er á förum heim til Belgíu bara strax á morgun.''

Aðspurður um komu danska leikmannsins Mark Gundelach sagði Hallgrímur að Mark væri að mörgu leyti líkur Hendrickx. Bæði Hallgrímur og Mikkel Qvist hafa reynslu af því að spila með Gundelach og Hallgrímur hælir honum mjög.

„Já, ég hef persónulega spilað með honum. Þetta er ekkert ósvipuð týpa og Jonah inná vellinum. Hann er fljótur og góður fram á við, með mikla reynslu. Hann er 29 ára og búinn að spila 50 og eitthvað leiki í efstu deild og eitthvað um 200 leiki næst efstu deild. Þannig að það er alltaf gott að þekkja hvernig persónur leikmenn eru.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner