Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. september 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
De Gea að semja - Dembele til Kína?
Powerade
De Gea er að framlengja við Manchester United.
De Gea er að framlengja við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mousa Dembele gæti verið á leið til Kína.
Mousa Dembele gæti verið á leið til Kína.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með sluðurskammt dagsins. Njótið!



Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, er ekki valtur í sessi í starfi sínu þrátt fyrir tap í fyrstu fjórum umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. (Mirror)

David De Gea (27) er að gera nýjan samning við Manchester United sem færir honum 350 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Neymar (26), leikmaður PSG, vill frekar fara til Chelsea eða Arsenal í framtíðinni heldur en að ganga í raðir Manchester City eða Manchester United. (Express)

Mousa Dembele (31), miðjumaður Tottenham, er á leið til Kína í janúar. (Sun)

Leicester vill fá miðjumanninn Danny Drinkwater (28) aftur frá Chelsea á láni í janúar. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það hafi aldrei verið í kortunum að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins í sumar. (Sky Sports)

Marcelo (30) vinstri bakvörður Real Madrid, vill ganga til liðs við Juventus og spila með Ronaldo á ný. (Mirror)

Sergej Milinkovic-Savic (23), miðjumaður Lazio, var búinn að ná samkomulagi við Juventus í sumar en félagaskiptin gengu ekki í gegn á endanum. Milinkovic-Savic var einnig orðaður við Manchester United og Chelsea. (Calciomercato)

Manchester United pantaði einkaflugvél til að fljúga Diego Godin (32) varnarmanni Atletico Madrid til Englands á gluggadeginum. United þurfti að afpanta vélina eftir að samningar náðust ekki við Godin. (Mirror)

Leikmenn Manchester City óttast um sæti sitt í liðinu hjá Manchester City eftir að Pep Guardiola tók Leroy Sane (22) út úr hóp. (London Evening Standard)

Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal, gæti átt von á sekt frá enska knattspyrnusambandinu fyrir fagn sitt eftir mark gegn Cardiff í gær. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner