Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 03. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
„Veit ekki hvað er verið að troða Pogba í liðið"
Paul Pogba hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Paul Pogba hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um Paul Pogba að undanförnu og hvort hann eigi heima í besta byrjunarliði Manchester United. Pogba fékk á sig vítaspyrnu í 1-0 tapinu gegn Arsenal um helgina en hann hefur legið undir gagnrýni í byrjun tímabils.

Pogba var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Ég hef ekki séð góðan leik hjá Paul Pogba í 1-2 ár. Ég veit ekki hvað er verið að troða honum í liðið. Bruno Fernandes er búinn að vera frábær síðan hann kom til liðsins og Donny van de Beek á framtíð fyrir sér við hlið Bruno Fernandes," sagði Hlynur Valsson, lýsandi hjá Síminn Sport.

Pogba hefur ítrekað verið orðaður við önnur félög og Hrafn Kristjánsson telur að Manchester United eigi að selja hann.

„Ég held að það skipti ekki máli hversu hæfileikaríkur hann er. Hann er einhversstaðar í topp 10-15 yfir bestu miðjumenn í heimi en þegar þú ert með leikmann sem blæðir ekki fyyrir málstaðinn og hefur ekki einbeitingu og hugarfar til að spila í 90 mínútur þá er þeirri tilraun sjálfhætt," sagði Hrafn.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Enski boltinn - Liverpool kreistir sigra og einbeitingarlaus Pogba
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner