Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júlí 2022 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ferguson hættir hjá Everton (Staðfest) - Ætlar að taka næsta skref ferilsins
Duncan Ferguson er farinn frá Everton
Duncan Ferguson er farinn frá Everton
Mynd: Getty Images
Duncan Ferguson hefur ákveðið að segja skilið við Everton eftir að hafa starfað hjá félaginu síðasta áratuginn en þetta kemur fram í tilkynningu Everton í dag.

Skotinn er goðsögn í augum Everton-manna en hann spilaði með liðinu í fjögur frá frá 1994 til 1998 áður en hann snéri svo aftur tveimur árum síðar og spilaði með liðinu í sex ár.

Hann skoraði 277 leiki og gerði 72 mörk fyrir félagið áður en hann lagði skóna á hilluna en eftir ferilinn fór hann út í þjálfun og var það David Moyes sem gaf honum tækifæri á að vinna fyrir yngri lið félagsins.

Ferguson kom inn í þjálfarateymi aðalliðsins árið 2014 og árið 2019 var hann svo gerður að bráðabirgðastjóra er Marco Silva var rekinn frá félaginu.

Hann vann fyrir sjö mismunandi stjóra á tíma sínum hjá Everton en hefur ákveðið að kalla þetta gott í bili og leita annað. Ferguson vill taka næsta skref ferilsins og finna sér lið til að taka við

„Eftir að hafa verið bráðabirgðastjóri um tíma þá öðlaðist ég sjálfstraust til að taka næsta skref ferilsins. Félagið hefur reynst mér svo vel og sýnt mér stuðning í gegnum þessa vegferð," sagði Ferguson á heimasíðu Everton.
Athugasemdir
banner
banner