Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 12:22
Magnús Már Einarsson
Harry Kane: Lærði af leiknum við Ísland á EM
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Þetta er klárlega eitt erfiðasta kvöld sem ég hef átt í ensku treyjunni," sagði Harry Kane, framherji enska landsliðsins, þegar hann var á fréttamannafundi í dag spurður út í tapið fræga gegn Íslandi á EM 2016.

„Þetta er leikur sem ég lærði af. Þetta var fyrsta stórmótið mitt og ég var óreyndur á svona stóru sviði og líka með félagsliði," sagði Harry.

„Ég hef allan minn feril reynt að læra af svona kvöldum og bæta mig. Ég hef gert það persónulega og liðið hefur bætt sig undanfarin 3-4 ár. Svona leikir eru alltaf í huga þínum og þú hugsar hvað þú hefðir getað gert betur en við höfum haldið áfram og gert það vel."

„ Hópurinn er á góðum stað og við erum með spennandi lið. Það eru allir spenntir að spila aftur fyrir enska landsliðið, það er langt síðan og það hefur verið gaman að æfa með strákunum í vikunni."


Ísland og England mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Þegar Ísland skellti Englandi í Nice
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner