Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani gengur í raðir Atletico Madrid næsta sumar
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani er búinn að komast að samkomulagi við Atletico Madrid.

Cavani er á mála hjá PSG sem stendur en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Atletico og Cavani vilja fá skiptin í gegn í janúar en litlar líkur á því að PSG hleypi honum burt fyrr en eftir tímabilið.

Cavani verður 33 ára í febrúar og er búinn að samþykkja samning sem gildir til 30. júní 2022, samkvæmt ítalska fréttamanninum Gianluca Di Marzio.

Síðustu þrjú tímabil skoraði Cavani 81 mark í 89 deildarleikjum með PSG en hann er aðeins kominn með 2 mörk í 8 leikjum á þessari leiktíð. Hann hefur verið utan hóps hjá PSG síðustu þrjá leiki en skoraði þegar hann fékk tækifæri síðast gegn Galatasaray í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner