Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 05. maí 2022 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Tímamótamark hjá Rodrygo - 1000 brasilísk mörk í Meistaradeildinni
Rodrygo skoraði tímamótamark
Rodrygo skoraði tímamótamark
Mynd: EPA
Annað mark Rodrygo gegn Manchester City var heldur betur stórt því nú hafa 1000 mörk verið skoruð af Brasilíumönnum í Meistaradeildinni.

Rodrygo skoraði tvö mörk og fleytti Madrídingum í framlengingu áður en Karim Benzema skaut liðinu í úrslitaleikinn með marki úr vítaspyrnu.

Brasilískir leikmenn hafa nú skorað 1000 mörk í Meistaradeildinni meira en leikmenn frá öðrum þjóðum hafa gert og er þar af leiðandi fyrsta þjóðin sem nær þessum áfanga.

Frakkar eiga 802 mörk í Meistaradeildinni og koma næst á eftir þeim brasilísku.


Athugasemdir
banner
banner
banner