Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 05. júní 2022 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Börn bauluðu á enska liðið í gær - „Lærð hegðun"
Mynd: EPA

England tapaði fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni í ár gegn Ungverjalandi í í gær.


Leikurinn fór fram í Ungverjalandi en stuðningsmenn liðsins eru í áhorfenda banni í næstu fjórum leikjum vegna hegðun sinnar í undanförnum leikjum.

Þó var börnum yngri en fjórtán ára leyft að fylgjast með leiknum úr stúkunni. Gareth Southgate stjóri enska landsliðsins var á báðum áttum hvort það sé rétt. Áhorfendur bauluðu á enska liðið þegar það hitaði upp og þegar það tók hné til að mótmæla rasisma.

„Ég vil að við getum spilað fyrir framan stuðningsmenn. En það var ekki í þetta skiptið og ég veit ekki hvað hefði verið rétt í stöðunni. Andrúmsloftið var vingjarnlegt þegar við mættum á leikvanginn. Krakkar á götunni að veifa til okkar."

„Það var baulað aðeins á okkur þegar við vorum að hita upp, það var öðruvísi þegar við tókum hné, það virkaði á mig eins og lærð hegðun. Maður heyrir þetta á okkar velli ennþá líka, þess vegna höldum við þessu áfram," sagði Southgate.


Athugasemdir
banner
banner