Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. júlí 2021 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Theodór kominn með þrjár þrennur í sumar - Áhugi úr efstu deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur Theodór Árnason er kominn með þrennu fyrir Gróttu en liðið spilar þessa stundina gegn Víkingi Ólafsvík. Staðan þegar þetta er skrifað er 3-1 fyrir Gróttu þegar skammt er eftir af leiknum.

Þetta er þriðja þrenna Péturs í sumar og er hann markahæstur í Lengjudeildinni með þrettán mörk í tíu leikjum.

Pétur varð markakóngur næstefstu deildar sumarið 2019 þegar hann skoraði fimmtán mörk í deildinni. Pétur hefur tólf mörk til að bæta við þremur mörkum og bæta persónulegt met í deildinni.

Það er þó alls ekki öruggt að Pétur klári tímabilið á Seltjarnarnesi því fleiri en eitt og fleiri en tvö félög úr Pepsi Max-deildinni hafa verið orðuð við leikmanninn.

Pétur er 26 ára gamall og er uppalinn hjá Gróttu. Bjarki Már Ólafsson, fyrrum þjálfari hjá Gróttu, bendir á að Pétur hafi nú skorað fleiri mörk en fjögur lið í Pepsi Max-deildinni í sumar.



Sjá einnig:
„Grótta gæti verið í brasi í glugganum"
Þrír bestu sóknarmennirnir í Lengjudeildinni
Pétur Theódór sagður á óskalista Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner