Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. ágúst 2020 10:26
Elvar Geir Magnússon
Vestri fær spænskan vinstri bakvörð (Staðfest)
Mynd: Profut.es
Vestramenn hafa bætt við sig leikmanni en liðið hefur fengið til sín spænskan vinstri bakvörð, Ricardo Duran.

Hann var síðast hjá liði Arroyo CP í spænsku D-deildinni.

Duran er þrítugur en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur utan spænska boltans.

Vestri er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar að loknum átta umferðum en liðið komst upp úr 2. deildinni í fyrra.

Vestri á að leika gegn Magna á sunnudaginn en enn er óvíst hvort sá leikur geti farið fram á tilsettum tíma.

Ricardo Durán gira el timón y pone rumbo a tierras islandesas, jugará en el Vestri fótbolti - yngri flokkar de la 2ª...

Posted by Profut.es on Fimmtudagur, 6. ágúst 2020

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner