Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn PAOK drápu stuðningsmann grannaliðsins
Ivan Savvidis, forseti PAOK, fékk á sínum tíma langt leikbann fyrir að mæta á völlinn vopnaður skammbyssu.
Ivan Savvidis, forseti PAOK, fékk á sínum tíma langt leikbann fyrir að mæta á völlinn vopnaður skammbyssu.
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason hefur verið í lykilhlutverki í liði PAOK í gríska boltanum á tímabilinu. Stuðningsmenn félagsins eru þekktir fyrir að vera ofbeldisfullir en þeir gengu yfir öll strik þegar þeir tóku líf 28 ára gamals stuðningsmanns nágrannaliðsins um helgina.

15-20 harðkjarna stuðningsmenn PAOK voru vopnaðir kylfum og réðust að þremur stuðningsmönnum Aris degi eftir nágrannaslag liðanna, þar sem Aris bar óvænt sigur úr býtum 4-2. Sverrir Ingi lagði síðasta mark leiksins upp.

Þetta var fyrsta tap PAOK á tímabilinu og missti liðið toppsæti deildarinnar þrátt fyrir að vera með 40 stig eftir 17 umferðir.

Ekki er ljóst hvort maðurinn hafi látist við barsmíðarnar eða eftir að hann datt út á götu og keyrt var yfir hann. Lögreglan í Thessaloniki leitar að bílstjóranum og er með fjórtán menn í haldi vegna málsins.

Ekki er ljóst hvort ökuníðingurinn hafi verið partur af stuðningsmannahópi PAOK eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner