
Leikur Vals og Þróttar í Reykjavíkurmóti kvenna fór fram í kvöld en flautað var til leiks á Origo-vellinum klukkan 17:45.
Það er hins vegar búið að flauta þennan leik af en veðrið lét svo sannarlega vita af sér og var ákveðið að stöðva hann í hálfleik.
Staðan var 2-0 fyrir Þrótturum í hálfleik þegar dómarinn flautaði leikinn af en það var ekki lengur hægt að sjá línur vallarins.
Það er óvíst hvort þessi leikur verði spilaður síðar eða hvort Þróttur fái sigurinn dæmdan.
Veðrið versnaði töluvert undir lok fyrri hálfleiks og það hélt áfram að bæta í snjókomu og vind.
Katla Tryggvadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu mörk Þróttara í leiknum.
Athugasemdir