Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   þri 15. júlí 2025 22:02
Haraldur Örn Haraldsson
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er auðvitað gríðarlega sterkt lið sem við erum að spila á móti," sagði Halldór Árnason eftir 5-0 sigur gegn Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

„Þeir hafa í rúmt ár, ekki fengið meira en tvö mörk á sig í leik, hvort það sé heima, úti eða í Evrópu. Þannig þetta er ekki lið sem lekur mikið af mörkum. Að eiga svona frammistöðu, svona fyrri hálfleik. Ég er náttúrulega bara gríðarlega stoltur af liðinu. Þvílík orka, fórnvísi og dugnaður, svo frábær fótbolti sem er oft fylgifiskur þess þegar menn er á svona degi. Þannig ég er bara mjög stoltur af liðinu," sagði Halldór.

Halldór gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, en eitt af breytingunum var að Ágúst Orri kom inn í byrjunarliðið. Hann skoraði tvö mörk í dag.

„Þetta eru auðvitað bara tveir leikir, 180 mínútur. Við þurftum á öllum að halda, við þurftum á öllum mínútum sem við gátum fengið úr Kidda jóns að halda. Arnór Gauti kemur inn í báðum leikjunum og gerir frábærlega, og allir sem koma inn á. Gústi og Óli koma mjög vel inn í síðasta leik, Aron fórnar sér í síðasta leik og við sleppum því að nota hann í dag. Hann fær nokkra daga til að jafna sig. Allir sem komu inn á í dag, Kristófer Ingi kemur inn á og hleypur 60 metra til að halda boltanum inn á vellinum á 90. mínútu. Það held ég súmmerar ágætlega upp fyrir hvað við stöndum. Óli og Gústi auðvitað frábærir fyrir okkur í dag, búnir að vera frábærir í sumar. Við vissum að þeir spila þannig, að þegar þeir eru með boltann eru þeir með þrjá til baka. Alveg sama hvaða leikkerfi það er, og eru ekki með neinn sérstakan hraða. Þannig við vorum með hraðann í Gústa og Óla til að fara utan á þá. Við vissum að það gæti verið vopn, og það var það svo sannarlega í dag. Þeir bara eins og allir sem tóku þátt í leiknum stóðu sig frábærlega," sagði Halldór.

Á 85. mínútu kemur Gunnleifur Orri Gunnleifsson inn af bekknum. Strákur fæddur 2008 að spila sínar fyrstu mínútur fyrir Breiðablik.

„Við spilum á 10 uppöldum leikmönnum í dag, sjö sem byrjuðu báða leikina. Ég veit ekki hvort allir átti sig á því, það eru forréttindi að halda með Breiðablik og horfa á lið vinna 5-0 í Evrópu með sjö uppalda Blika. Í þessum leikjum, að nota stráka fædda 2007 og 2008, alveg upp í fædda 90. Þegar Kiddi Jóns og Steindórs eru að byrja sína vegferð í meistaraflokki þá eru þessir strákar ekki fæddir. Að sjá þá alla saman inn á vellinum og þessa frammistöðu, þetta eru algjör forréttindi. Þetta er einsdæmi í Evrópu myndi ég halda að vera með alla þessa leikmenn uppalda í Fífunni hérna við hliðiná. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra," sagði Halldór.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner