Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   þri 15. júlí 2025 22:02
Haraldur Örn Haraldsson
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er auðvitað gríðarlega sterkt lið sem við erum að spila á móti," sagði Halldór Árnason eftir 5-0 sigur gegn Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

„Þeir hafa í rúmt ár, ekki fengið meira en tvö mörk á sig í leik, hvort það sé heima, úti eða í Evrópu. Þannig þetta er ekki lið sem lekur mikið af mörkum. Að eiga svona frammistöðu, svona fyrri hálfleik. Ég er náttúrulega bara gríðarlega stoltur af liðinu. Þvílík orka, fórnvísi og dugnaður, svo frábær fótbolti sem er oft fylgifiskur þess þegar menn er á svona degi. Þannig ég er bara mjög stoltur af liðinu," sagði Halldór.

Halldór gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, en eitt af breytingunum var að Ágúst Orri kom inn í byrjunarliðið. Hann skoraði tvö mörk í dag.

„Þetta eru auðvitað bara tveir leikir, 180 mínútur. Við þurftum á öllum að halda, við þurftum á öllum mínútum sem við gátum fengið úr Kidda jóns að halda. Arnór Gauti kemur inn í báðum leikjunum og gerir frábærlega, og allir sem koma inn á. Gústi og Óli koma mjög vel inn í síðasta leik, Aron fórnar sér í síðasta leik og við sleppum því að nota hann í dag. Hann fær nokkra daga til að jafna sig. Allir sem komu inn á í dag, Kristófer Ingi kemur inn á og hleypur 60 metra til að halda boltanum inn á vellinum á 90. mínútu. Það held ég súmmerar ágætlega upp fyrir hvað við stöndum. Óli og Gústi auðvitað frábærir fyrir okkur í dag, búnir að vera frábærir í sumar. Við vissum að þeir spila þannig, að þegar þeir eru með boltann eru þeir með þrjá til baka. Alveg sama hvaða leikkerfi það er, og eru ekki með neinn sérstakan hraða. Þannig við vorum með hraðann í Gústa og Óla til að fara utan á þá. Við vissum að það gæti verið vopn, og það var það svo sannarlega í dag. Þeir bara eins og allir sem tóku þátt í leiknum stóðu sig frábærlega," sagði Halldór.

Á 85. mínútu kemur Gunnleifur Orri Gunnleifsson inn af bekknum. Strákur fæddur 2008 að spila sínar fyrstu mínútur fyrir Breiðablik.

„Við spilum á 10 uppöldum leikmönnum í dag, sjö sem byrjuðu báða leikina. Ég veit ekki hvort allir átti sig á því, það eru forréttindi að halda með Breiðablik og horfa á lið vinna 5-0 í Evrópu með sjö uppalda Blika. Í þessum leikjum, að nota stráka fædda 2007 og 2008, alveg upp í fædda 90. Þegar Kiddi Jóns og Steindórs eru að byrja sína vegferð í meistaraflokki þá eru þessir strákar ekki fæddir. Að sjá þá alla saman inn á vellinum og þessa frammistöðu, þetta eru algjör forréttindi. Þetta er einsdæmi í Evrópu myndi ég halda að vera með alla þessa leikmenn uppalda í Fífunni hérna við hliðiná. Það gerir þetta ennþá skemmtilegra," sagði Halldór.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir