Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stones einn af sex leikmönnum sem mega fara frá City
Mynd: EPA
Pep Guardiola hefur talað um það vilja minnka hópinn hjá Man City og félagið vill losa sig við sex leikmenn í sumar samkvæmt heimildum The Athletic.

Það eru þeir John Stones, Nico O’Reilly, Mateo Kovacic, Gundogan, Claudio Echeverri og Oscar Bobb. Einhverjir gætu verið seldir og aðrir farið á lán.

Bobb stóð sig vel á undirbúningstímabilinu í fyrra en var ekkert með á tímabilinu í kjölfarið vegna meiðsla. Það er talið ólíklegt að hann muni yfirgefa félagið.

Hinn 34 ára gamli Gundogan vill spila áfram á stærsta sviðinu en Galatasaray, félagið sem Gundogan studdi í æsku, fylgist grannt með gangi mála.

James McAtee mun líklega yfirgefa félagið í sumar en Frankfurt hefur sýnt honum mikinn áhuga. Þá er hann undir smásjá Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner