Marti Cifuentes hefur verið ráðinn stjóri Leicester. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Cifuentes er 43 ára gamall Spánverji en hann tekur við af Ruud van Nistelrooy sem yfirgaf félagið eftir að Leicester féll úr úrvalsdeildinni. Hann var sjö mánuði í starfi.
Cifuentes er 43 ára gamall Spánverji en hann tekur við af Ruud van Nistelrooy sem yfirgaf félagið eftir að Leicester féll úr úrvalsdeildinni. Hann var sjö mánuði í starfi.
Cifuentes var látinn fara frá QPR eftir að hafa rætt við West Brom áður en Ryan Mason var síðan ráðinn til West Brom.
Leicester byrjar tímabilið í Championship deildinni þann 10. ágúst þar sem liðið fær Sheffield Wednesday í heimsókn.
Athugasemdir