Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diouf kominn til West Ham (Staðfest)
Mynd: West Ham
West Ham hefur staðfest kaupin á vinstri bakverðinum El Hadji Malick Diouf frá Slavia Prag.

Diouf er tvítugur landsliðsmaður Senegal en West Ham borgar 19 milljónir punda fyrir hann.

Hann lék 27 leiki, skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú þegar Slavia Prag varð tékkneskur meistari á síðustu leiktíð. Hann gekk til liðs við Slavia Prag í janúar fyrra eftir að hafa vakið athygli hjá norska liðin Tromsö.

„Það voru mörg lið sem vildu kaupa mig en ég talaði við stjórann og hann var með góða áætlun fyrir mig svo ég valdi West Ham. Það vilja allir spila í úrvalsdeildinni, það er draumur allra," sagði Diouf.

„Þetta snýst um liðið. Það er aðalatriðið, ekki leikmaðurinn. Ég vil segja við stuðningsmennina að ég er mjög ánægður að vera kominn hingað til þeirra. Við munum eiga gott tímabil."


Athugasemdir
banner
banner