Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   þri 15. júlí 2025 22:20
Haraldur Örn Haraldsson
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bjóst kannski ekki við 5-0 sigri," sagði Ágúst Orri Þorsteinsson leikmaður Breiðabliks eftir 5-0 sigur gegn Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

„Við ætluðum að hlaupa yfir þá, og mér fannst við gera það ógeðslega vel frá fyrstu mínútu og við stoppuðum aldrei. Frá fyrstu til 90. mínútu, þannig mér leið alltaf ógeðslega vel inn á vellinum," sagði Ágúst.

Ágúst byrjaði á bekknum í síðasta leik en fékk að byrja núna. Hann borgaði heldur betur til baka með mörkum sínum í dag.

„Já já, maður er bara að reyna að gera sitt besta fyrir liðið. Dóri ræður hver byrjar að hverju sinni. Ég byrjaði í dag og skilaði mínu. Þannig ég er bara mjög sáttur með mína frammistöðu," sagði Ágúst.

Stuðningsmenn Breiðabliks voru háværir allan leikinn og gerðu vel í aðs styðja liðið áfram.

„Þetta eru bara sturlaðir stuðningsmenn, langbestu stuðningsmenn á Íslandi. Ógeðslega mikill kraftur í þeim, þeir vita ekki hvað þetta gefur okkur mikinn kraft inn á völlinn. Ég var hinumegin á vellinum á hægri kanti og heyrði í þeim eins og þeir voru þúsund manns að öskra á okkur. Þannig þetta er bara geggjað," sagði Ágúst.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner