„Þetta voru sparihliðarnar," sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir 5-0 sigur gegn Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 Egnatia
„Mér fannst menn bara eftir fyrri leikinn, svekkjandi að fá þetta mark á sig, en við vorum samt þannig að þetta væri okkar að klára hérna. Fínt að vera búinn að máta sig við þá á útivellinum, flott lið, en við ákváðum bara að bjóða þá velkomna í hakkavélina hér á Kópavogsvelli. Henda í eitt stykki þannig frammistöðu. Þannig þetta var bara magnað," sagði Höskuldur.
Höskuldur átti sjálfur nokkur tækifæri til að skora sitt mark, það tókst ekki, en hann lætur það ekkert pirra sig þegar liðið vinnur svona góðan sigur.
„Maður er nú ekkert að velta sér upp úr því eftir 5-0 sigur. Menn voru helvíti klínískir í dag, allir nema ég. Þannig maður á það bara inni. Annars bara geggjað hvað við vorum kínískir í dag. Það gefur okkur bara fyrir framhaldið, að fara vel með stöðurnar, að koma boltanum yfir línuna. Það er mikilvægt og menn voru heldur betur, að undanskyldum mér, með það í dag," sagði Höskuldur.
Breiðablik mætir Lech Poznan næst sem er stórlið á Póllandi. Það verður erfið rimma fyrir þá.
„Það er bara risastórt lið og sögufrægt lið. Við verðum bara að vera barnalega hugrakkir áfram og mæta stórir út. Ekkert fara að hugsa eitthvað að við séum búnir að tryggja okkur þrjá sénsa til þess að blah eitthvað. Mæta stórir til Póllands og bjóða þá síðan velkomna á Kópavogsvöll," sagði Höskuldur.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.