Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breiðablik öruggt með sæti í umspili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er komið áfram í aðra umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir sigur á Egnatia frá Albaníu.

Breiðablik tapaði fyrri leiknum ytra 1-0 þar sem sigurmarkið kom í blálokin. Breiðablik kom sterkt inn í leikinn í kvöld og valtaði yfir albanska liðið og vann 5-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

Næsti andstæðingur Breiðabliks verður pólska liðið Lech Poznan þar sem uppaldi Blikinn og fyrrum leikmaður Víkings, Gísli Gottskálk Þórðarson spilar.

Í versta falli getur Breiðablik farið í umspil um að komast í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Tapi liðið gegn Lech Poznan dettur Breiðablik niður í Evrópudeildina. Ef liðið tapar svo þar fer liðið í síðustu umferðina um sæti í Sambandsdeildinni.

Breiðablik var fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í lokakeppni í Evrópu þegar liðið spilaði í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar árið 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner