Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. mars 2023 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes mun ekki fara í leikbann
Mynd: Getty Images
Sú umræða fór í gang eftir leik Liverpool og Manchester United að Bruno Fernandes ætti að fara í langt leikbann.

Á meðan leik stóð þá ýtti Fernandes aðstoðardómaranum Adam Nunn í bakið. Martin Cassidy, sem er framkvæmdastjóri í stuðningsfélagi dómara á Englandi, er á því að Fernandes eigi skilið að fara í langt leikbann.

Enska fótboltasambandið tók málið til skoðunar en Daily Mail segir að leikmaðurinn muni forðast refsingu.

Andy Madley, dómari leiksins, sá atvikið en setti það ekki í skýrslu sína. Því verður ekkert meira úr því gert.

Fyrrum sóknarmaðurinn Chris Sutton skrifaði pistil fyrir Mail í gær þar sem hann líkti atvikinu við það þegar Paolo Di Canio ýtti dómara árið 1998. Fyrir það fékk Ítalinn ellefu leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner