Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. mars 2023 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Fernandes verðskulda langt leikbann
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes átti hörmulegan leik þegar Manchester United tapaði 7-0 gegn erkifjendum sínum í Liverpool í gærkvöldi.

Fernandes hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og hegðun. Hann virtist gefast upp eftir því sem leið á leikinn.

Á meðan leik stóð þá ýtti Fernandes aðstoðardómaranum Adam Nunn í bakið en samkvæmt Mirror ætlar enska fótboltasambandið að skoða málið. Martin Cassidy, sem er framkvæmdastjóri í stuðningsfélagi dómara á Englandi, er á því að Fernandes eigi skilið að fara í langt leikbann.

„Börn herma eftir því sem þau sjá í sjónvarpinu... enska fótboltasambandið er með það í höndum sér að senda sterk skilaboð um að það sé ekki allt í lagi að snerta dómara á þennan hátt," segir Cassidy.

„Fernandes hegðar sér eins og dekrað barn. Hann á skilið að fara í fimm leikja bann."

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna.

Sjá einnig:
„Versta frammistaða sem sést hefur hjá leikmanni í deildinni“
Athugasemdir
banner
banner