Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. september 2022 19:48
Aksentije Milisic
Napoli að valta yfir Liverpool - Gomez í brasi
Van Dijk gaf vítaspyrnu og Gomez hefur verið í brasi.
Van Dijk gaf vítaspyrnu og Gomez hefur verið í brasi.
Mynd: Getty Images
Osimhen fór meiddur af velli.
Osimhen fór meiddur af velli.
Mynd: Getty Images

Napoli hefur sýnt mikla yfirburði gegn Liverpool í fyrri hálfleiknum en liðin eru að mætast í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.


Napoli byrjaði að krafti og var Victor Osimhen búinn að skjóta í stöngina eftir einungis 40 sekúndna leik og það setti tóninn.

Piotr Zieliński kom Napoli yfir með marki af vítapunktinum en James Milner handlék knöttinn eftir fimm mínútna leik.

Joe Gomez, miðvörður Liverpool, hefur verið í miklum vandræðum í leiknum en hann missti boltann klauflega í vörninni og gaf Napoli dauðafæri í kjölfarið. Van Dijk náði að redda félaga sínum og bjarga á marklínu.

Osimhen fékk vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Van Dijk traðkaði á honum. Hann steig sjálfur á punktinn en Alisson Becker varði frá honum.

Gomez var aftur í brasi eins og má sjá hérna en þá hirti Khvicha Kvaratskhelia boltann af honum áður en Zambo Anguissa kláraði vel í stöngina og inn framhjá Allison.

Osimhen, sem var tæpur fyrir leikinn, þurfti að fara af velli undir lok hálfleiksins. Giovanni Simeone kom inn fyrir hann og skoraði hann þriðja markið á 44. mínútu.

Það gerði hann eftir að Kvaratskhelia fór illa með Trent Alexander-Arnold og títtnefndan Joe Gomez. Simeone skoraði þá af stuttu færi.


Athugasemdir
banner
banner
banner