Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. mars 2018 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku: Mourinho lítur á mig sem hershöfðingja
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku telur Jose Mourinho líta á sig sem hershöfðingja vegna hugarfars síns og persónuleika.

Lukaku hefur verið gagnrýndur eftir að hann var keyptur til Manchester United á 90 milljónir punda.

„Ég held að stjórinn líti á mig sem hershöfðingja á vellinum. Það er skrítið fyrir framherja því venjulega eru miðjumenn hershöfðingjarnir," sagði Lukaku við Sky Sports.

„Ég hef alltaf unnið mikla vinnu fyrir liðið en þegar allt kemur til alls er ég sóknarmaður og mitt helsta hlutverk er að skora mörk.

„Hann áttar sig á vinnuframlaginu mínu og hann veit að ég er með hugarfar hermanns. Ég mun alltaf setja liðið í fyrsta sæti."


Lukaku er búinn að gera 14 mörk í 28 úrvalsdeildarleikjum og 23 í 41 leik með Rauðu djöflunum á tímabilinu.

Belginn byrjaði tímabilið vel en tók að dala þegar leið á veturinn. Nú er hann búinn að gera sjö í síðustu tíu leikjum og virðist vera kominn aftur á skrið.
Athugasemdir
banner
banner
banner