Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júní 2022 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Strákarnir skrefi nær eftir frábæran sigur
Icelandair
Kristian Nökkvi skoraði eitt og lagði hin tvö upp.
Kristian Nökkvi skoraði eitt og lagði hin tvö upp.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland U21 3 - 1 Hvíta Rússland U21
1-0 Kristian Nökkvi Hlynsson ('15)
2-0 Kristall Máni Ingason ('43)
2-1 Kirill Zinovich ('48)
3-1 Viktor Örlygur Andrason ('82)


Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  1 Hvíta Rússland U21

Íslenska U21 landsliðið er komið í þokkalega stöðu í undanriðlinum fyrir EM í Georgíu og Rúmeníu á næsta ári eftir flottan sigur gegn Hvíta-Rússlandi á Víkingsvelli.

Hvítrússar vildu fá vítaspyrnu á upphafsmínútunum en Kristian Nökkvi Hlynsson kom strákunum yfir og tók Ísland völdin á vellinum.

Bæði lið fengu góð færi til að skora þó íslenska liðið hafi komist í fleiri og betri færi og tvöfaldaði Kristall Máni Ingason forystuna á sínum heimavelli skömmu fyrir leikhlé.

Hvítrússar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkaði Kiril Zinovich strax muninn eftir langan bolta yfir vörnina en leikurinn róaðist heldur betur niður í kjölfarið.

Hvorugu liði tókst að skapa sér færi næsta hálftímann eða þar til Íslendingar tóku að sækja á lokakaflanum og skilaði það sér með þriðja markinu. Hér var annar leikmaður Víkings á ferð, Viktor Örlygur Andrason, eftir stoðsendingu frá Kristian Nökkva.

Kristian lagði upp annað og þriðja mark Íslands eftir að hafa skorað það fyrsta. Frábær frammistaða.

Ísland er í þriðja sæti undanriðilsins fyrir lokaumferðina, tveimur stigum eftir Grikklandi. 

Ísland þarf því að vinna Kýpur á heimavelli í lokaumferðinni og treysta á að Grikkir tapi á útivelli gegn Portúgal. Grikkir töpuðu heimaleiknum gegn Portúgal 0-4 og töpuðu svo 3-0 gegn Kýpverjum í fyrradag.

Lokaumferðin verður spiluð á laugardaginn.


Byrjunarlið Ísland U21:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
8. Kolbeinn Þórðarson
8. Andri Fannar Baldursson
9. Brynjólfur Willumsson (f)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
10. Kristall Máni Ingason
11. Bjarki Steinn Bjarkason
16. Ísak Snær Þorvaldsson

Byrjunarlið Hvíta Rússland U21:
16. Danila Sokal (m)
2. Andrey Rylach
4. Roman Vegerya
9. Vladislav Lozhkin
11. Yaroslav Oreshkevich
15. Ruslan Lisakovich
18. Maksim Myakish
19. Dmitri Prischepa
20. Uladzislau Marozau
22. Pavel Pashevich
23. Kirill Zinovich
Athugasemdir
banner
banner