Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. maí 2022 17:00
Innkastið
KR þarf nauðsynlega níu stig úr næstu þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppskera KR-inga hefur verið rýr í upphafi móts, liðið er aðeins með fjögur stig og strax búið að dragast vel aftur úr efstu liðum Bestu-deildarinnar. KR hefur gengið illa að skapa sér færi og verið hugmyndasnauðir í sóknarleiknum.

Þeir skoruðu fjögur mörk gegn Fram í fyrstu umferð en síðan aðeins skorað eitt mark. Um helgina gerðu þeir markalaust jafntefli við KA.

„Þeir hafa farið í gegnum hörkuprógramm, þeir tóku alvöru leik gegn Blikunum og fara svo í leik gegn Val. Svo mæta þeir KA sem hefur byrjað þetta mót mjög vel," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að þó uppskeran hafi ekki verið að óskum hafi liðið verið betri aðilinn í öllum leikjunum.

„Það er alveg rétt sem Rúnar segir, KR-liðið hefur alls ekki verið neitt galið. Þeir hafa ekki verið í krummafót. En í næstu þremur leikjum vill maður helst sjá níu stig. Það er ÍBV úti á miðvikudaginn og svo í kjölfarið heimaleikir gegn Keflavík og Leikni. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þá að fá fullt hús úr þessum leikjum ef þeir ætla að vera þarna uppi," segir Ingólfur.

„KR-liðið er rosalega vel mannað og vel skipulagt. Ég tel að það muni komast í gang."
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner