Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   fös 09. september 2022 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Matti ánægður: Kom frábær inn í dag og skoraði glæsilegt mark
Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals.
Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fullkomið, svona eftir á klárlega. Við byrjuðum mjög vel en það kom smá kafli þar sem þetta var ekki alveg eins og við vildum hafa þetta," sagði Matthías Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir stórsigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Valur

Valur er á toppi deildarinnar en KR á botninum. Matthías var eftir leik spurður að því hvað hefði verið lagt áherslu á í undirbúningi fyrir leikinn.

„Það er bara hugarfarið, að mæta klárar í leikinn og gamla klisjan - ekkert vanmat eða neitt svoleiðis. Við gerðum það vel," sagði Matthías.

Valur setti tóninn snemma og gerði út um leikinn fyrir hálfleik. „Það er kannski ástæðan fyrir því að það kom kafli þar sem við vorum slakari en við þurftum að vera, en það er svo sem ekkert mikið til að tala um."

Staðan var 3-0 fyrir Val í hálfleik en Matthías segir að það hafi ekki verið neitt mál að halda stelpunum við efnið í þeim síðari.

Valur er í þægilegri stöðu á toppnum og það segir mikið um styrk liðsins að landsliðskonan Elín Metta Jensen sé mikið að koma af bekknum.

„Liðsheildin hefur verið frábær í þessum verkefnum. Það er alltaf samkeppni um stöður. Þetta er liðið núna og ég veit ekki hvernig það verður á morgun. Hún (Elín Metta) kom frábær inn í dag og skoraði glæsilegt mark."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan, en Valur er með sex stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir af Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner