Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 09:45
Fótbolti.net
Íslenski boltinn, Höskuldur og Everton á X977 í dag
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór eru á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag.

Fjallað verður um íslenska og enska boltann og janúarverkefni landsliðsins sem framundan er.

Gestur þáttarins er Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Halmstad. Strax eftir viðtalið flýgur hann með landsliðinu til Bandaríkjanna.

Dagskrá þáttarins er eftirfarandi í grófum dráttum:

12:00 Rætt um helstu fréttir íslenska boltans
12:30 Valdimar Svavarsson, formaður FH, í viðtali
13:00 Höskuldur Gunnlaugsson gestur
13:30 Þórður Snær Júlíusson blaðamaður ræðir um gang mála hjá Everton

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner