Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 11. apríl 2019 17:48
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni: Sarri hvílir marga - Aubameyang klár
Giroud og Barkley byrja báðir.
Giroud og Barkley byrja báðir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í kvöld hefjast 8-liða úrslitin í Evrópudeildinni. Barist er um sæti í úrslitaleiknum sem fram fer í Baku í Aserbaídsjan þetta árið.

Tvö ensk úrvalsdeildarfélög eru enn eftir í keppninni. Arsenal fær Napoli í heimsókn á meðan Chelsea heimsækir Slavia Prag.

Benfica og Eintracht Frankfurt mætast í Portúgal og svo verður Spánar-slagur þegar Villareal og Valencia mætast.

Unai Emery stillir upp sterku liði Arsenal en Aubameyang kemur inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum gegn Everton um síðustu helgi. Alexandre Lacazette er einnig í byrjunarliðinu ásamt Mezut Özil. Petr Cech stendur í rammanum eins og í Evrópudeildinni í vetur.

Maurizio Sarri heldur áfram að hvíla lykilmenn í Evrópudeildinni en Eden Hazard, N'Golo Kante og David Luiz eru allir á varamannabekknum, og Ruben Loftus-Cheek. Callum Hudson-Odoi er ekki í leikmannahóp liðsins.

Olivier Giroud er fremstur en hann hefur verið sjóðandi heitur í Evrópudeildinni í vetur.

Byrjunarlið Arsenal gegn Napoli: Cech; Sokratis, Koscielny, Monreal; Maitland-Niles, Torreira, Ramsey, Kolasinac; Ozil; Aubameyang, Lacazette

(Varamenn: Leno, Mustafi, Elneny, Suarez, Iwobi, Guendouzi, Mkhitaryan)

Byrjunarlið Chelsea gegn Slavia Prag: Kepa, Azpilicueta, Rüdiger, Christensen, Alonso, Jorginho, Barkley, Kovačić, Pedro, Giroud, Willian.

(Varamenn: Caballero, Luiz, Hazard, Zappacosta, Higuain, Kante, Loftus-Cheek )

Leikir kvöldsins:
19:00 Arsenal - Napoli (Stöð 2 Sport)
19:00 Villarreal - Valencia (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Benfica - Eintracht Frankfurt
19:00 Slavia Prag - Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner