Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júní 2022 16:04
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Kórdrengir misstu niður forystuna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toby King var hjá West Brom áður en hann skipti til Vestra.
Toby King var hjá West Brom áður en hann skipti til Vestra.
Mynd: Getty Images

Vestri 2 - 2 Kórdrengir
0-1 Þórir Rafn Þórisson ('18)
0-2 Kristófer Jacobson Reyes ('34)
1-2 Vladimir Tufegdzic ('45)
2-2 Toby King ('57)


Lestu um leikinn: Vestri 2 -  2 Kórdrengir

Vestri tók á móti Kórdrengjum í fyrri leik dagsins í Lengjudeild karla og úr varð mikil skemmtun.

Þórir Rafn Þórisson kom Kórdrengjum yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Kristófer Jacobson Reyes forystuna með skallamarki á 34. mínútu.

Heimamenn vöknuðu til lífsins á lokamínútum hálfleiksins og komst Vlademir Tufegdzic í dauðafæri skömmu áður en honum tókst að minnka muninn rétt fyrir leikhlé.

Staðan var því 2-1 í hálfleik og byrjuðu heimamenn í Vestra seinni hálfleikinn mun betur. Pétur Bjarnason slapp í gegn en féll við áður en Toby King gerði jöfnunarmarkið eftir flotta stungusendingu frá Tufa. 

Staðan var orðin 2-2 á 57. mínútu og komu Kórdrengir boltanum í netið mínútu síðar en markið ekki dæmt gilt vegna sóknarbrots.

Bæði lið áttu fínar rispur í stöðunni 2-2 en smám saman róaðist leikurinn niður og að lokum virtust allir sáttir með stig.

Kórdrengir voru að gera þriðja jafnteflið sitt í röð og eru með sjö stig eftir sex leiki. Vestri er með sex stig.


Athugasemdir
banner