Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 11. júní 2022 18:45
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Hafði engar áhyggjur hvort við myndum vinna þennan leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var hæstánægður með lið sitt eftir að þeir unnu 3-1 heimasigur gegn Þór í dag.


Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Þór

„Ég er bara virkilega ánægður og stoltur af því hvernig strákarnir komu í leikinn þó að við höfum ekki skorað fyrr en í seinni hálfleik. Þeir gerðu það sem ég bað þá um og við þjálfarateymið báðum þá um. Við vorum aldrei að fara tapa þessum leik, það voru einhverjir 6, 8 gæjar úr 6. flokki mættir fyrir 2 með trommur að syngja þegar leikmennirnir mættu. Þó að við vorum lentir 1-0 undir þá hafði ég engar áhyggjur af því hvort við myndum vinna þennan leik.

Það gekk erfiðlega að skapa mikla hættu en HK skoraði 3 mörk í seinni. Hálfleiksræðan hefur gert sitt.

„Ég sagði svo sem ekkert mikið, ég sagði bara við þá að við þyrftum bara að hlaupa aðeins óeigingjarnari hlaup, sleppa aðeins frá okkur beislinu nálægt teig og vera bara hugrakkari. Við vorum að komast upp að teig allan fyrri hálfeikinn líka þannig þetta var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi koma."

HK hefur tekið 3 sigra úr 5 leikjum í byrjun tímabils og þeir stefna upp um deild.

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Jú við byrjuðum fyrsta leik erfiðlega og töpuðum hérna á heimavelli og svo gegn Gróttu var Brynjar nýfarinn og smá svona rót á okkur. En við höfum bara allir saman staðið þétt við bakið á hvort öðru og erum bara mjög fókuseraðir á það að láta sumarið ganga vel."

Mörkin hjá HK í dag komu frá 3 mismunandi mönnum og Ómar var ánægður með að sjá þetta dreifast á liðið.

„Jú það er frábært og þegar Birkir Valur er farinn að skora með vinstri í annað skiptið á þessu ári þá er ég bara helvíti sáttur"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner