Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. september 2022 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar vísar gagnrýni bæjarstjórans algjörlega á bug
Viðar með syni sínum, Arnari Þór Viðarssyni.
Viðar með syni sínum, Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Halldórsson, formaður FH.
Viðar Halldórsson, formaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr Skessunni.
Úr Skessunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Ásvöllum.
Frá Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik FH og Hauka.
Úr leik FH og Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eins og við fjölluðum um fyrr í vikunni þá hafa FH-ingar og Haukamenn verið að deila um fótboltahús sem á að rísa á æfingasvæði Hauka í Hafnarfirði.

Deilurnar hófust er Viðar Halldórsson, formaður FH, ritaði opið bréf þar sem hann gagnrýndi bæjaryfirvöld fyrir það hversu háum fjármunum væri verið að eyða í þessa uppbyggingu á Ásvöllum.

„Í dag virðast bæjaryfirvöld vera á lokametrum við ákvarðanatöku um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum sem að lágmarki mun kosta 4.5 milljarða, byggja einn fótboltavöll fyrir ámóta upphæð og kostar að byggja góðan grunnskóla eða fjóra leikskóla," skrifar Viðar og hélt áfram.

„Hvernig réttlæta núverandi bæjaryfirvöld þessar gríðalega háu upphæðir sem í okkar huga er verið að kasta út um gluggann nú í upphafi sem stofnkostnaður og síðan í áratugi hundruði milljóna á ársgrundvelli í rekstur og fjármagnskostnað?"

„Fyrir þá milljarða sem myndu sparast við að byggja hús sambærilegt Skessunni á Ásvöllum væri hægt að stórbæta aðstöðu fjölmargra annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, bæjarbúum til mikilla hagsbóta."

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, svaraði Viðari og sagði hann fara frjálslega með tölur. „Þessi við­brögð koma mér ekki á ó­vart og því miður ekki í fyrsta sinn sem for­maður FH stígur svo harka­lega fram og berst gegn þessari fram­kvæmd. Held það hljóti að vera ein­stakt að for­svars­maður í­þrótta­fé­lags beiti sér svo ákaft gegn upp­byggingu í­þrótta­mann­virkis annars í­þrótta­fé­lags. Þarna er farið vægast sagt frjáls­lega með kostnaðar­tölur. Mikil þörf er á knatt­húsi á Ás­völlum enda er húsið er í þeim hluta bæjarins þar sem nær öll í­búða­upp­bygging síðustu ára hefur verið," sagði Rósa í samtali við Fréttablaðið.

„Mikil undir­búnings­vinna hefur farið fram undan­farin ár vegna þessarar fram­kvæmdar. Þarna verður allrar hag­kvæmni gætt og þarna mun rísa hús sem mun nýtast vel. Allir flokkar studdu þessa upp­byggingu á Ás­völlum í síðustu kosningum og fyrsta verk nýrrar bæjar­stjórnar í sumar var að sam­þykkja að fara í út­boð vegna fram­kvæmdarinnar."

Viðar svarar Rósu
Núna hefur Viðar svarað Rósu. „Bréf mitt til bæjarfulltrúa í Hafnarfirði hefur vakið athygli margra og umfjöllun. Skrif um innihald þess birst víða. Skrif mín eru bæði mín persónulega skoðun, framkvæmdastjórnar félagsins og aðalstjórnar þess," segir Viðar í samtali við Fréttablaðið.

„Gagnrýni bæjarstjórans í Hafnarfirði á mig persónulega er algörlega vísað á bug, bæði varðandi það að ég sem formaður Fimleikafélagsins sé á móti og hafi ávallt verið á móti aðstöðusköpun á Ásvöllum. Þetta er rangt, ég hef nú í nokkur ár, bæði í samtölum við forráðamenn Hauka og ráðandi aðila hjá Hafnarfjarðarbæ talað fyrir bættri aðstöðu á Ásvöllum, byggða á skynsaman og hagkvæman hátt. Forgangsröðun íþróttamannvirkja hefur verið til umræðu innan stjórnar ÍBH í áratugi og hefur undirritaður sem stjórnarmaður þar stutt og staðið að 'forgangsröðunarlista' sem inniheldur knatthús á Ásvöllum."

Hann segir að framkvæmdin eins og hún er áætluð núna sé einfaldlega of kostnaðarsöm.

„Gagnrýnin er einfaldlega byggð á þeirri staðreynd að fyrirhuguð framkvæmd er allt of kostnaðarsöm bæði í stofnkostnaði og ekki síður rekstrar- og fjármagnskostnaði. Ásökunum um frjálslega talnameðferð get ég alveg tekið til skoðunar en framkvæmdakostnað upp á 4,5 milljarða byggði ég einfaldlega á því að tilboðsverð fyrsta áfanga er 3,4 milljarðar, hönnun er nú þegar komin yfir 100 milljónir, áætla að verði 150 milljónir. Áætlaður kostnaður annars áfanga 400 milljónir, framkvæmdaeftirlit 150 milljónir, samtals er þetta 4,1 milljarður og þá er allur kostnaður vegna aukaverka ótalinn. Reynslutölur sveitafélaga varðandi aukaverk liggja á bilinu 5-20 prósent af útboðsverðum og áætlaði ég tíu prósent þ.e. ca. 400 milljónir til viðbótar. Hvort sem við notum 4 eða 4,5 milljarða, framkvæmdin er óhóflega dýr, einfaldlega bruðl með opinbera fjármuni. Niðurstaða áætlunar um rekstrar- og fjármagnskostnað verður alltaf 300 milljónir, plús eða mínus, ef fólk hefur áhuga á að vinna í rauntölum."

Hann telur að Haukar eigi að fá hús eins og Skessan - sem er á svæði FH - er.

„Hvað er til ráða? Það þarf að bæta aðstöðuna á Ásvöllum. Í mínum huga er lausnin nokkuð einföld, afskrifum núverandi hönnun, betrumbætum hönnun Skessunar þ.e. lengjum hana í 120 metra og byggjum fljótt og vel; 1,3 milljarðar í stofnkostnað og rekstrar og fjármagnskostnaður ca. 100 milljónir á ári."

„Skessan er, eins og allir vita, kalt knatthús sem bæði hefur kosti og galla. Stærsti kosturinn í samanburði við upphituð knatthús er vitanlega verulega lægri stofnkostnaður og þá um leið verulega lægri rekstrar- og fjármagnskostnaður. Ókosturinn er sá að það koma kaldir dagar í nóvember til febrúar, þó hefur ekki þurft að fella niður æfingar þessa mánuði í þau þrjú ár sem Skessan hefur verið í notkun. Á móti kemur er Skessan betra mannvirki til fótboltaiðkunar hina átta mánuði ársins, loftgæðin eru betri og dagsbirtu nýtur við. Skessan er og verður virk sem fótboltahús 365 daga ársins."

Haukar hafa lengi barist fyrir því að fá fótboltahús en það er vonast til að hús þeirra verði komið í notkun árið 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner