Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 12. september 2021 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter tapaði sínum fyrstu stigum
Lautaro Martinez skoraði.
Lautaro Martinez skoraði.
Mynd: Getty Images
Sampdoria 2 - 2 Inter
0-1 Federico Dimarco ('18 )
1-1 Maya Yoshida ('33 )
1-2 Lautaro Martinez ('44 )
2-2 Tommaso Augello ('47 )

Fyrsti leikur dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni var að klárast fyrir stuttu. Sampdoria tók á móti Inter.

Ítalíumeistararnir misstu mikið í sumar en þeir byrjuðu vel og tóku forystuna er Federico Dimarco skoraði á 18. mínútu. Maya Yoshida, fyrrum varnarmaður Southampton, jafnaði metin en fyrir leikhlé skoraði argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martinez og kom Inter aftur í forystu.

Stuðningsmenn Sampdoria þurftu ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarki í seinni hálfleik. Það kom eftir tvær mínútur og skoraði Tommaso Augello markið.

Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-2. Þetta eru fyrstu stigin sem Inter tapar á tímabilinu; liðið er í öðru sæti með sjö stig. Sampdoria bíður enn eftir fyrsta sigrinum, liðið er með tvö stig.
Athugasemdir
banner