Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2019 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Cambiasso: Ekki hægt að bera Juve saman við Inter 2010
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn fyrrverandi Esteban Cambiasso átti góðan feril og þá sérstaklega á tíma sínum hjá Inter þar sem hann lék í áratug.

Cambiasso lék lykilhlutverk er Inter vann þrennuna undir stjórn Jose Mourinho árið 2010 og eru margir sem telja Juventus geta endurtekið verkið í ár.

Cambiasso telur þó ekki sanngjarnt að líkja árangri Inter 2010 við árangur Juventus núna.

„Það er ekki hægt að líkja þessu Juventus liði við Inter á sínum tíma. Við vorum ekki með stórstjörnu eins og Cristiano Ronaldo eða Messi, sem eru tveir afar einstakir leikmenn sem geta gert gæfumuninn," sagði Cambiasso við Sky Sport Italia.

„Þess í stað vorum við með leikmann eins og Eto'o, sem kom til okkar eftir að hafa unnið þrennuna með Barcelona.

„Ólíkt Juve komum við ekki til baka á þennan hátt en það var mikilvægt að slá Chelsea úr leik þegar enginn taldi okkur eiga möguleika.

„Það er einfaldlega ekki hægt að líkja þessum liðum saman."
Athugasemdir
banner
banner