Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Wilder yfirgefur Sheffield United (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur tilkynnt að Chris Wilder sé ekki lengur stjóri liðsins.

Fram kemur í yfirlýsingu Sheffield United að Wilder og stjórn félagsins hafi komist að samkomulagi um að slíta samstarfi.

„Að vera stjóri Sheffield United hefur verið sérstakt ferðalag og ég mun aldrei gleyma því," sagði Wilder.

Sheffied United situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar og er á leið niður um deild en framtíð Wilder hefur verið til umræðu undanfarnar vikur. Wilder og Abdullah bin Musaed bin Abdulaziz Al Saud, eigandi Sheffield United, eru ósammála um framtíðarstefnu félagsins.

Abdullah vill fá yfirmann fótboltamála til að sjá um leikmannakap þar sem hann er ósáttur við það hvað Wilder hefur gert á leikmannamarkaðinum.

Sheffield United var spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar og endaði í níunda sæti. Það hefur engan veginn tekist að fylgja eftir þeim árangri.

Hinn 53 ára gamli Wilder tók við Sheffield United árið 2016 og kom liðinu upp úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á þremur árum. Hann er einnig fyrrum leikmaður Sheffield United en nú tekur við nýtt verkefni hjá honum.

Sheffield United mun mæta Leicester á morgun. Talið er að Paul Heckingbottom muni stýra liðinu í þeim leik og búist er við að Jason Tindall muni einnig sjá um þjálfun liðsins.
Athugasemdir
banner
banner