Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Keogh búinn að áfrýja brottrekstrinum frá Derby
Keogh hefur verið með fast byrjunarliðssæti í liði Derby síðan 2012. Hann verður orðinn 34 ára þegar hann kemst loks til baka úr meiðslunum sem hann hlaut í slysinu heimskulega.
Keogh hefur verið með fast byrjunarliðssæti í liði Derby síðan 2012. Hann verður orðinn 34 ára þegar hann kemst loks til baka úr meiðslunum sem hann hlaut í slysinu heimskulega.
Mynd: Getty Images
Richard Keogh, sem lék með Víkingi R. sumarið 2004, er búinn að áfrýja ákvörðun Derby County eftir að hann var rekinn burt frá félaginu.

Keogh var í glasi ásamt liðsfélögum sínum Tom Lawrence og Mason Bennett þegar Lawrence keyrði á ljósastaur.

Keogh meiddist alvarlega og verður frá í rúmt ár vegna áverka slyssins en liðsfélagarnir sluppu ómeiddir.

Lawrence og Bennett voru sendir í samfélagsþjónustu vegna atviksins og sex vikna laun dregin af þeim. Keogh var hins vegar sagt að hann skildi taka á sig launalækkun út samningstímabilið eða til sumarsins 2021.

Keogh, sem er 33 ára, neitaði að láta lækka launin sín og því ákvað félagið að rifta samningi varnarmannsins. Keogh er ekki sáttur með þessa ákvörðun félagsins og hefur áfrýjað henni, samkvæmt frétt frá Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner