fim 31. október 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Keogh ætlar að áfrýja brottrekstrinum
Keogh fagnar marki með Derby.
Keogh fagnar marki með Derby.
Mynd: Getty Images
Richard Keogh hefur ákveðið að áfrýja brottrekstri sínum frá Derby. Þessi 33 ára gamli írski varnarmaður var leystur undan samningi hjá Derby í gær.

Keogh verður frá næstu 12-14 mánuðina vegna meiðsla á hné. Keogh varð fyrir meiðslunum eftir að liðsfélagi hans Tom Lawrence keyrði á ljósastaur í síðasta mánuði.

Lawrence var ölvaður undir stýri en með þeim í bílnum var einnig Mason Bennett leikmaður Derby.

Derby fór fram á að Keogh myndi taka á sig launalækkun hjá félaginu en hann var á 24 þúsund pundum á viku til sumarsins 2021. Hann hafnaði því og ákvað félagið því að rifta samningnum við leikmanninn. Keogh, sem spilaði með Víkingi R. sumarið 2004. hefur nú áfrýjað.

Lawrence og Bennett sluppu ómeiddir úr bílslysinu og verða áfram hjá Derby en þeir voru sektaðir um sex vikna laun og dæmdir til að sinna samfélagsþjónustu.
Athugasemdir
banner
banner