Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Alfons sló met Hólmars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted, fyrirliði U21 landsliðs Íslands, sló leikjametið í þessum aldursflokki í 2-0 sigrinum á Lúxemborg í undankeppni EM í gær. Mbl.is greinir frá.

Alfons spilaði sinn 28. leik með U21 landsliðinu og sló met Hólmars Arnar Eyjólfssonar sem spilaði 27 leiki með liðinu á árunum 2007 til 2012.

Á undan Hólmari hafði Bjarni Þór Viðarsson átt metið en hann spilaði 26 leiki frá 2005 til 2011.

Alfons spilaði sinn fyrsta leik með U21 árið 2017 en hann gæti bætt við leikjum því liðið á tvo leiki eftir í undankeppni EM.

Íslenska liðið er í harðri baráttu við Ítalíu, Írland og Svíþjóð um efstu sæti riðilsins og sæti á EM. Efsta sætið fer beint á EM en annað sætið fer í umspil.

Alfons er á sínu fyrsta tímabili hjá Bodö/Glimt í Noregi en hann hefur slegið í gegn þar. Bodö/Glimt er með 18 stiga forskot á Rosenborg á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner