Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. nóvember 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk brjálaður: Snýst um að kunna að verjast
Mynd: Getty Images
Holland gerði 2-2 jafntefli gegn Svartfjallalandi í gær. Hollendingar voru með tveggja marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir.

Memphis Depay skoraði bæði mörkin og komst þar með uppfyrir Ruud van Nistelrooy í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn hollenska landsliðsins.

Virgil van Dijk varnarmaður hollenska liðsins var ekki sáttur með varnarleikinn í seinni hálfleik.

„Við spiluðum hræðilega í seinni hálfleik. Við viljum halda boltanum, við viljum spila fótbolta, sækja og skora. En fótbolti snýst líka um að kunna að verjast. Við gerðum það ekki í kvöld. Skipulagið var hræðilegt, við hefðum átt að tryggja okkur áfram í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner