Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. febrúar 2019 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Bergþór Ingi tryggði sigur gegn Víkingi Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík 1 - 0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Bergþór Ingi Smárason ('70)

Bergþór Ingi Smárason gerði eina mark leiksins er Njarðvík lagði Víking Ólafsvík að velli í fyrstu umferð Lengjubikarsins.

Bergþór Ingi skoraði markið á 70. mínútu og hélt góðu gengi Njarðvíkur á undirbúningstímabilinu áfram.

Njarðvík gerði einnig vel í B-deild Fótbolta.net mótsins og endaði í öðru sæti þar eftir tap gegn Gróttu í úrslitum.

Þetta var fyrsti tapleikur Víkings Ó. á tímabilinu en liðið gerði þrjú jafntefli í riðlakeppni Fótbolta.net mótsins, meðal annars gegn Njarðvík.

Víkingur Ó. gerði svo einnig jafntefli við Kára í úrslitaleik um 5. sæti B-deildar en vann í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner