Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. mars 2021 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Lee Bowyer ráðinn stjóri Birmingham (Staðfest)
Lee Bowyer er tekinn við Birmingham
Lee Bowyer er tekinn við Birmingham
Mynd: Getty Images
Lee Bowyer er tekinn við enska B-deildarfélaginu Birmingham en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Bowyer hefur stýrt Charlton Athletic síðustu þrjú árin en hann sagði starfi sínu lausu í gær.

Hann hafði stýrt liðinu með ágætis árangri en liðið er í 8. sæti ensku C-deildarinnar en hann er nú tekinn við Birmingham í B-deiildinni.

Aitor Karanka var rekinn fyrir tveimur dögum eftir 3-0 tapið gegn Bristol City um helgina en Karanka entist aðeins sjö mánuði í starfi í Birmingham-borg.

Bowyer þekkir vel til hjá Birmingham en hann spilaði með liðinu í tvö ár frá 2009 til 2011.

Hann hefur verið að vinna sig hægt og rólega upp metorðalistann en þetta er annað starf hans á þjálfaraferlinum. Bowyer átti farsælan feril sem knattspyrnumaður í úrvalsdeildinni en hann lék lengst af með Leeds United frá 1996 til 2003.
Athugasemdir
banner
banner
banner