Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. maí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi vill fá tíuna hjá Chelsea
Hudson-Odoi fagnar marki með Chelsea.
Hudson-Odoi fagnar marki með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Nizaar Kinsella, blaðamaður Goal.com sem fjallar um Chelsea, segir að ungstirnið Callum Hudson-Odoi hafi áhuga á því að vera áfram í herbúðum Chelsea.

Líklegt þykir að Eden Hazard sé á förum frá Chelsea til Real Madrid. Samkvæmt Kinsella eiga Real Madrid og Chelsea enn eftir að ákveða kaupverð á kappanum.

Það leit út fyrir það í janúar að Hudson-Odoi gæti farið til Bayern München en Chelsea hafnaði öllum tilboðum frá Bayern þótt þessi 18 ára gamli leikmaður vildi ólmur fara.

Hudson-Odoi var ósáttur við lítinn spiltíma hjá Chelsea en undir lok tímabilsins fékk hann fleiri tækifæri, áður en hann meiddist.

Kinsella segir núna að Hudson-Odoi sé opnari fyrir því að vera áfram hjá Chelsea.

Chelsea á eftir að hefja samningaviðræður við Hudson-Odoi. Samningur hans rennur út 2020. Ef Chelsea nær að fullvissa hann um að hann verði eftirmaður Eden Hazard þá er hann líklegur til þess að skrifa undir nýjan samning.

Hudson-Odoi vill fá treyju númer 10 ef Eden Hazard yfirgefur félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner