Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. júlí 2019 12:30
Fótbolti.net
„Þetta var eins og fjölbragðaglíma"
Bjarni Gunnarsson fékk rauða spjaldið á sunnudaginn.
Bjarni Gunnarsson fékk rauða spjaldið á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill hasar var undir lokin í leik HK og KA í Kórnum á sunnudag. HK hafði betur 2-1 en í viðbótartíma fóru tvö rauð spjöld á loft og nokkur gul spjöld

Sjáðu lætin í Kórnum í gær - Tvö rauð spjöld á loft

Lætin byrjuðu út við hornfána þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson braut á Bjarna Gunnarssyni. Bjarni fékk beint rautt spjald en Steinþór gult hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara leiksins. Steinþór fékk annað gult spjald og þar með rautt fyrir brot mínútu síðar.

„Þetta var eins og fjölbragðaglíma," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í dag.

„Ég dæmi Ívar Orra (Kristjánsson, dómara) ekki fyrir að hafa ekki séð þetta en Steinþór lendir með olnbogann eiginlega á andlitinu á honum. Skiljanlega reiðist Bjarni extra mikið fyrir vikið og maður getur skilið þessa bræði. Steinþór hefði með réttu átt að fá rautt þarna en ekki gult."

Steinþór fékk sitt annað gula spjald mínútu eftir að Bjarni fékk rautt þegar hann braut á Valgeiri Valgeirssyni.

„Ég held að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar Steinþór var sendur í sturtu. Þó hann hafi fengið rauða spjaldið fyrir vitlaust brot þá var þetta ljótt brot í byrjun," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður HK, kom hlaupandi að Steinþóri eftir að hann fékk rautt og fagnaði framan í andlitið á honum. „Þetta var Keown-Ruud van Nistelrooy moment," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner