Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 14:07
Magnús Már Einarsson
Sjáðu lætin í Kórnum í gær - Tvö rauð spjöld á loft
Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið.
Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Hulda Margrét
Mikill hasar var undir lokin í leik HK og KA í Kórnum í gær. HK hafði betur 2-1 en í viðbótartíma fóru tvö rauð spjöld á loft og nokkur gul spjöld.

Lætin byrjuðu út við hornfána þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson braut á Bjarna Gunnarssyni og þeir fóru að slást í kjölfarið.

Bjarni fékk beint rautt spjald en Steinþór gult hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara leiksins. Steinþór fékk annað gult spjald og þar með rautt fyrir brot mínútu síðar.

„Þetta var bara æsingur milli tveggja manna. Ég ætla ekkert að lýsa þessu nánar en ég er rólyndis maður og ég hefði ekkert brugðist svona við nema eitthvað hafi verið gert mér. Mér fannst hann brjóta frekar ógeðslega á mér fyrst og stundarbrjálæðin tók yfir hjá mér. Verðskuldað rautt á mig en mér finnst að hann hafi líka átt að fá rautt spjald," sagði Bjarni í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hrannar Björn Steingrímsson og Atli Arnarson fengu einnig gult spjald í látunum en hér að neðan má sjá myndband af vef Vísis.


Bjarni Gunn: Braut ógeðslega á mér og stundarbrjálæðið tók yfir
Athugasemdir
banner
banner